Heilög Lúsía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heilög Lúsía (venjulega talin hafa verið uppi um 283-304) var kristin stúlka af ríku fólki frá Sírakúsu (ítalska: Siracusa) á Sikley. Heilög Lúsía lét lífið í píslarvætti og er verndardýrðlingur blindra. Dagur heilagrar Lúsíu, Lúsíumessa, er 13. desember.
Heilög Lúsía naut talsverðrar helgi um Norðurlönd og á Íslandi, segir í Sögu Daganna, eftir Árna Björnsson. Aðfaranótt Lúsíumessu var fram á 18. öld talin lengsta nótt ársins. Lúsíumessa lagðist af um siðaskipti á norðurslóðum, en Lúsía lifði áfram í þjóðtrú í Svíþjóð og Noregi. Lúsíuhátíðir hafa komið við sögu hér á landi frá því um 1930 í sænskum búningi, en hefur þó aukist mest á síðustu 15 árum eða svo.