Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandamenn í seinni heimsstyrjöldinni voru þau ríki sem í því stríði börðust gegn hinum svokölluðu öxulveldum. Til hópsins teljast fyrst og fremst Bretland, Frakkland, Sovétríkin, Kína og Bandaríkin en fleiri, smærri, þjóðir eru þó þeirra á meðal.
[breyta] Forsaga
Árið 1904 höfðu Frakkland og Bretland gengið í hernaðarbandalag sem var í fullu gildi við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Á fjórða áratugnum voru blikur á lofti í evrópskum stjórnmálum. Ríkisstjórnir Breta og Frakka óttuðust báðar aukinn hernaðarlegan og iðnaðarlegan mátt Þýskalands og höfðu fullan hug á að standa saman ef til stríðs við Þjóðverja kæmi.
Frakkar voru líka hernaðarlegir bandamenn Pólverja. Bretar og Pólverjar voru ekki í bandalagi en forsætisráðherra Bretlands, Neville Chamberlain, hafði heitið Pólverjum stuðning, ef Þjóðverjar réðust á þá. Sovétmenn höfðu á árinu 1939 gert samning við Þjóðverja um að ríkin tvö réðust hvorugt á annað.
[breyta] Bandamenn í stríðinu
Þegar Þjóðverjar réðust á Pólverja þann 1. september 1939 stóðu Bretar og Frakkar við skuldbingar sínar gagnvart Pólverjum og sögðu Þjóðverjum stríði á hendur á næstu dögum. Margar nýlendur Breta sögðu Þjóðverjum sömuleiðis stríð á hendur fáum dögum síðar.
Það reyndist Þjóðverjum auðvelt að hernema Pólland og hvorki Bretar né Frakkar veittu Pólverjum neinn verulegan hernaðarlegan stuðning í baráttu þeirra Þjóðverja.
Bretar sendu her til Frakkalands til að hjálpa Frökkum að verjast hugsanlegri þýskri innrás en þegar sú innrás kom voru bæði Frakkar og breski herinn þess algjörlega ómegnug að stöðva þjóðverja og Frakkland beið mikinn ósigur og ríkisstjórn Frakklands fór í útlegð til Lúndúna.
Eftir að Þjóðverjar réðust á Sovétríkin 1941 hófu Bretar og Sovétmenn náið samstarf gegn Þýskalandi. Bandaríkjamenn voru framanaf stríðs hlutlausir en höfðu þá stutt Breta og síðarmeir Sovétmenn leynt og ljóst. Eftir að stríð Bandaríkjamanna við Japani hófst tóku þeir að beita sér beint gegn Japan og Þýskalandi og bandamönnum þeirra.
[breyta] Ríki sem á einhverjum tímapunkti voru hluti af bandamönnum í seinni heimstyrjöldinni
Fyrir utan þau ríki sem komu fram áður eru mjög mörg sem teljast hluti af bandamönnum. Þess ber þó að geta að eftir að ljóst var orðið að Þjóðverjar myndi tapa stríðinu í Evrópu og Japanir í Kyrrahafi og ákveðið hafði verið a stofna sameinuðu þjóðirnar voru gerð þau inngönguskilyrði fyrir því að ganga í sameinuðu þjóðirnar, að viðkomandi ríki lýsti yfir stríði á hendur öxulveldunum. Flest löndin á listanum lögðu ekkert fram til stríðsrekstrarins.
- Pólland, 1939
- Ástralía, 1939
- Nýja Sjáland, 1939
- Breska Indland, 1939
- Nepal, 1939
- Nýfundnaland, 1939
- Tonga, 1939
- Suður-Afríka, 1939
- Kanada, 1939
- Panama, 1941
- Kosta Ríka, 1941
- Dóminíska lýðveldið, 1941
- El Salvador, 1941
- Haítí, 1941
- Hondúras, 1941
- Níkaragva, 1941
- Gvatemala, 1941
- Kúba, 1941
- Mexíkó, 1942
- Brasilía, 1942
- Bólivía, 1943
- Íran, 1943
- Líbería, 1944
- San Marínó, 1944
- Ekvador, 1945
- Paragvæ, 1945
- Perú, 1945
- Úrúgvæ, 1945
- Venesúela, 1945
- Tyrkland, 1945
- Líbanon, 1945
- Sádí Arabía, 1945
- Argentína, 1945
- Síle, 1945
- Mongólía, 1945
Seinni heimsstyrjöldin | |||||
---|---|---|---|---|---|
Vestur-Evrópa · Austur-Evrópa · Norður-Afríka · Miðjarðarhafið · Asía og Kyrrahafið · Atlantshafið |
|||||
Helstu þátttakendur |
Tímaás |
Ýmislegt |
|||
|
Aðdragandi 1937 1939 1940 1941 1942 |
1943 1944 1945 • Ýmsar orrustur Eftirmáli og afleiðingar |
• Andpyrnuhreyfingar Stríðsglæpir og áhrif á óbreytta borgara |
||
Bandamenn | Öxulveldin | ||||
Stríðandi þjóðir 1937 Hófu þátttöku í stríðinu 1939 |
Hófu þátttöku í stríðinu 1941 Hófu þátttöku í stríðinu 1943 • Aðrar þjóðir |
Stríðandi þjóðir 1937 Hófu þátttöku í stríðinu 1940 Hófu þátttöku í stríðinu 1941 Hófu þátttöku í stríðinu 1942 Hófu þátttöku í stríðinu 1943 • Aðrar þjóðir |
|||
• Leiðtogar bandamanna |
|||||
Andspyrnuhreyfingar
Andspyrnuhreyfing gyðinga · á Grikklandi · á Ítalíu · í Austurríki · í Bessarabíu · í Denmörku · í Eystrasaltslöndunum · í Eþíópíu · í Frakklandi · Í Hollandi · í Júgóslavíu · í Noregi · í Póllandi · í Slóvakíu · í Tékklandi · í Tælandi · í Úkraínu · í Víetnam · í Þýskalandi · Aðrar andspyrnuhreyfingar |
|||||
Listar | |||||
Flokkur · viðfangsefni |