4. september
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2007 Allir dagar |
4. september er 247. dagur ársins (248. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 118 dagar eru eftir af árinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 476 - Rómúlus Ágústus, síðasti keisari Vestrómverska ríkisins, var rekinn í útlegð.
- 1845 - Jón Sigurðsson, 34 ára skjalavörður, og Ingibjörg Einarsdóttir Johnson, 40 ára, voru gefin saman í hjónaband.
- 1882 - New York-borg var raflýst fyrst allra borga í heiminum að tilstuðlan uppfinningamannsins Edisons.
- 1888 - Jón Árnason, brautryðjandi á sviði söfnunar og skráningar íslenskra þjóðsagna, lést 69 ára gamall.
- 1943 - Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness kom út og hlaut mjög góðar viðtökur.
- 1949 - Vígð var kirkja á Möðrudal á Fjöllum.
- 1954 - Þverárvirkjun í Steingrímsfirði vígð.
- 1969 - Björgvin Halldórsson, 18 ára, var kosinn poppstjarna ársins á popphátíð í Laugardalshöll í Reykjavík.
- 1973 - Menntamálaráðherra ákvað að fella brott bókstafinn z úr opinberu íslensku ritmáli.
- 1984 - Síðasta hrina Kröfluelda hófst, sú níunda í röðinni og var hún kraftmest og stóð í hálfan mánuð. Í þessari hrinu runnu 24 km² af hrauni.
[breyta] Fædd
- 1241 - Alexander 3. Skotakonungur (d. 1286).
- 1896 - Antonin Artaud, franskt leikskáld (d. 1948).
- 1917 - Henry Ford II, bandarískur iðnjöfur (d. 1987).
- 1976 - Mugison, íslenskur tónlistarmaður.
- 1981 - Beyoncé Knowles, bandarísk söngkona.
[breyta] Dáin
- 1888 - Jón Árnason, þjóðsagnasafnari (f. 1819).
- 1907 - Edvard Grieg, norskt tónskáld (f. 1843).
- 1965 - Albert Schweitzer, franskur læknir, trúboði og handhafi Nóbelsverðlaunanna (f. 1875).
- 1989 - Ronald Syme, nýsjálenskur fornfræðingur (f. 1903).
- 2006 - Steve Irwin, ástralskur dýraverndarsinni og sjónvarpsþáttastjórnandi (f. 1962).
[breyta] Hátíðis- og tyllidagar
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |