Júní - Montesúma II keisara Asteka, steypt af stóli þar sem hann er fangi Spánverja, og bróðir hans Cuitláhuac kjörinn keisari.
1. júlí - La Noche Triste, stórorrusta milli Spánverja og Asteka á brú við borgina Tenochtitlán þar sem 400 Spánverjar og 2.000 innfæddir bandamenn þeirra týna lífinu. Foringi Spánverja, Hernán Cortés, sleppur naumlega.
Október - Cuitláhuac, keisari Asteka, deyr úr bólusótt. Cuauhtémoc tekur við.