3. febrúar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jan – Febrúar – Mars | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | |
2008 Allir dagar |
3. febrúar er 34. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 331 dagur (332 á hlaupári) er eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1488 - Bartholomeu Dias og áhöfn hans sigldu fyrir Góðrarvonarhöfða, fyrstir Evrópubúa.
- 1517 - Tyrkjaveldi náði Kaíró á sitt vald.
- 1605 - Víkurkirkja í Reykjavík var vígð af Stefáni Jónssyni Skálholtsbiskupi.
- 1637 - Túlípanaæðið í Hollandi hrundi með þeim afleiðingum að þúsundir túlípanaspekúlanta misstu aleiguna.
- 1815 - Fyrsta ostabúið tók til starfa í Sviss.
- 1917 - Bandaríkin riftu stjórnmálasambandi við Þýskaland.
- 1930 - Útvegsbanki Íslands tók við af Íslandsbanka (hinum eldri).
- 1944 - Hótel Ísland við Aðalstræti í Reykjavík brann til kaldra kola. Einn maður fórst í brunanum.
- 1944 - Bandarískar sveitir tóku Marshall-eyjar.
- 1951 - Dick Button vann bandaríska meistaramótið í listhlaupi á skautum, fjórða sinn í röð.
- 1959 - Dagurinn þegar tónlistin dó: rokkstjörnurnar Buddy Holly, Ritchie Valens og The Big Bopper fórust í flugslysi.
- 1981 - Litla-Brekka við Suðurgötu í Reykjavík, síðasti torfbær borgarinnar, var rifinn. Þar bjó Eðvarð Sigurðsson, alþingismaður.
- 1990 - Þjóðarsáttin undirrituð.
- 1991 - Fárviðri gekk yfir Ísland og varð mikið eignatjón. Sterkasta vindhviða sem mælst hefur á Íslandi, 237 km/klst mældist í Vestmannaeyjum.
[breyta] Fædd
- 1525 - Giovanni Pierluigi da Palestrina, ítalskt tónskáld (d. 1594).
- 1874 - Gertrude Stein, bandarískur rithöfundur (d. 1946).
- 1898 - Alvar Aalto, finnskur arkitekt (d. 1976).
- 1920 - Henry Heimlich, bandarískur eðlisfræðingur.
- 1932 - Michael Martin, bandarískur heimspekingur.
- 1948 - Henning Mankell, sænskur rithöfundur.
- 1950 - Morgan Fairchild, bandarísk leikkona.
- 1963 - Brian Greene, bandarískur eðlisfræðingur.
- 1990 - Sean Kingston, bandarískur tónlistarmaður.
[breyta] Dáin
- 1014 - Sveinn tjúguskegg, konungur Danmerkur og Englands (f. um 960).
- 1468 - Johann Gutenberg, þýskur uppfinningamaður (f. 1398).
- 1908 - Ferdinand Meldahl, danskur arkitekt (f. 1827).
- 1921 - Colin Archer, norskur skipasmiður (f. 1832).
- 1924 - Woodrow Wilson, Bandaríkjaforseti (f. 1856).
- 1959 - The Big Bopper, bandarískur söngvari (f. 1930).
- 1959 - Buddy Holly, bandarískur söngvari (f. 1936).
- 1959 - Ritchie Valens, bandarískur söngvari (f. 1941).
- 1960 - Fred Buscaglione, ítalskur tónlistarmaður (f. 1921).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |