Wayne Gretzky
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wayne Gretzky (f. 26. janúar 1961) er bandarískur fyrrum íshokkíleikmaður sem nú er hluthafi og aðalþjálfari bandaríska íshokkíliðsins Phoenix Coyotes. Gretzky hefur oft verið nefndur „besti íshokkíleikmaður allra tíma“ af íþróttablaðamönnum. Hann lék með liðinu Edmonton Oilers 1979 til 1988 og vann með þeim Stanleybikarinn fjórum sinnum. Hann er eini íshokkíleikmaðurinn sem hefur náð að skora yfir 200 stig á einni leiktíð (nokkuð sem honum tókst að gera fjórum sinnum á ferlinum).