Tvínefni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tvínefni er nafnakerfi fyrir líffræðilegar tegundir. Tvínefni eru latneskt heiti tegundarinnar sem er í tveimur hlutum. Sá fyrri segir til um þá ættkvísl sem tegundin tilheyrir og sá síðari er sérstakur fyrir þessa tegund. Oft er tegundarheitið (seinna nafnið) lýsing á viðkomandi tegund, sbr. Homo sapiens „hinn viti borni maður“. Ættkvíslarheitið (fyrra nafnið) er alltaf ritað með stórum staf. Tvínefni er alltaf aðgreint frá öðrum texta þar sem það kemur fyrir með skáletrun eða undirstrikun.
Þar sem til eru undirtegundir tiltekinnar tegundar er heiti undirtegundarinnar bætt við tvínefnið. Síberíutígur heitir þannig Panthera tigris altaica.