Stonehenge
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stonehenge er mannvirki frá nýsteinöld og bronsöld, gert úr risasteinum (megalith), staðsett við Amesbury í Wiltshire í Englandi, um það bil 13 km í norðvestur frá Salisbury. Stonehenge var upprunalega byggt sem virkisgarður sem er samansettur úr risastórum steinum og er einna þekktastur forsögulegra staða í heiminum. Fornleifafræðingar halda að steinarnir séu frá um 2500 f.Kr. til 2000 f.Kr. þó, að umlykjandi virkisgarðarnir og gröfin, séu elsti hluti fornminjanna, en þau eru frá því um 3100 f.Kr..
Stonehenge og nánasta umhverfi er á Heimsminjaskrá UNESCO síðan árið 1986. Staðurinn er friðaður að breskum lögum sem Scheduled Ancient Monument.
[breyta] Upprunafræði
Stonehenge Complete eftir Christopher Chippendale segir orðið Stonehenge koma frá engilsaxnesku orðunum „stān“, sem merkir steinn og öðru hvoru orðinu „hencg“, sem þýðir karmur eða „hen(c)en“, sem merkir gálgi eða píningartól. Miðaldagálgar voru gerðir úr einum klump sem lagður var þversum yfir tvo aðra lóðrétta klumpa, sem minnir nokkuð á byggingarlag Stonehenge.