Sjaldgæfur jarðmálmur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjaldgæfur jarðmálmur er þversagnakennt nafn yfir frumefni í hópi 17 frekar algengra frumefna sem samanstendur af skandíni, yttríni og lantaníðum. Lantaníðinn prómetín, sem ekki finnst í náttúrunni, er þó yfirleitt ekki talinn til sjaldgæfra jarðmálma.
Sjaldgæfir jarðmálmar draga nafn sitt af því að þegar þeir voru uppgötvaðir var gríðarlega erfitt að vinna þá úr þeim steintegundum sem þeir fundust í og voru sökum þess taldir vera sjaldgæfir.
Frumefnisform sjaldgæfra jarðmálma eru járngráir, yfir í silfurgljáandi, málmar sem eru yfirleitt mjúkir, mótanlegir, og teygjanlegir og yfirleitt hvarfgjarnir, þá sérstaklega við aukið hitastig eða þegar þeir eru sem fínkornótt duft. Auk þess leysast þeir allir upp í sýru og mynda þá lausn þríhlaðinna jóna.
Aðaluppsprettur sjaldgæfra jarðmálma eru steinefnin bastanasít, mónasít og lóparít ásamt laterískum, jónaaðsogandi leirum. Eins og getið var til áður getur nafnið „sjaldgæfur jarðmálmur“ verið frekar misvísandi – gnægð þessara frumefna í jarðskorpunni varar frá seríni, sem er 25. algengasta frumefnið af 78 algengum frumefnum (60 milljónahlutar, algengara en blý), niður í túlín og lútetín, sem að eru óalgengust þeirra (0,5 milljónahlutar).