Shavo Odadjian
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Shavo Odadjian (fæddur Shavarsh S. Odadjian 22. apríl 1974 í Yerevan, Armeníu) er bassaleikari bandarísku hljómsveitarinnar System of a Down. Odadjian er þekktur fyrir skeggvöxt sinn sem hefur verið eins alla þá tíð sem System of a Down hefur starfað.
[breyta] Ævisaga
Odadjian fæddist í Yerevan í þáverandi Sovétríkinu Armeníu og bjó þar þangað til fjölskyldan flutti til Los Angeles með viðkomu á Ítalíu. Á unglingsárum renndi hann sér á hjólabretti og hlustaði á pönk og þungarokk - hljómsveitir á borð við Dead Kennedys, KISS og Black Sabbath voru í uppáhaldi. Hann gekk í skóla með þeim Serj Tankian og Daron Malakian en kynntist þeim ekki fyrr en hann hitti þá að tilviljun í hljóðveri þar í bæ. Tvímenningarnir buðu Odadjian að taka þá í hljómsveitinni Soil sem umboðsmaður en þegar hljómsveitin breyttist í System of a Down tók hann við bassaleiknum.
Shavo er þekktur plötusnúður og spilar undir nafninu DJ Tactic. Ásamt Serj Tankian og Arto Tunçboyacıyan er hann í hljómsveitinni SerArt. Auk hæfileika innan tónlistar býr hann yfir leikstjórnarhæfileikum og hefur leikstýrt myndböndum við lögin „Aerials“, „Toxicity“, „Question!“ og „Hypnotize“. Að auki kom hann fram í myndbandi við AC/DC-lagið „Big Gun“ (1993) og í kvikmyndinni Zoolander (2001).
[breyta] Eftir System of a Down
Nú þegar System of a Down hefur tekið sér frí hyggst Shavo ásamt RZA úr Wu Tang Clan vera í hljómsveitinni ACHOZEN og voru fyrstu tónleikar þeirra 1. desember 2006.
[breyta] Neðanmálsgrein
- ^ Frétt af soadfans.com 24. nóvember 2006. Shavo's new project, ACHOZEN