Sál
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sál er samkvæmt mörgum trúarbrögðum og heimspekistefnum álitin vera sjálfsmeðvitaður en óefnislegur hluti af lifandi veru. Oft er sálin talin vera nokkurs konar kjarni eða veigamesti hluti lífverunnar, og undirstaða skynjunar og skilnings. Engu að síður er sál yfirleitt talin vera aðskiljanleg frá efnislegum hluta lífverunnar, í þeim skilningi að tilvera sálarinnar þarf ekki að enda þótt líf og tilvera lífverunnar endi.
Hugmyndin um sál er náskyld hugmyndum um líf eftir dauðann, en mismunandi trúarbrögðum ber þó ekki saman um eðli sálarinnar eða hvað verður um sálina eftir dauða líkamans. Í mörgum trúarbrögðum, t.d. kristni er sálin eilíf.
Þrátt fyrir heiti fræðigreinarinnar, fæst sálfræði ekki við sálina.
[breyta] Tengt efni
- Hugur er hugtak sem á margt sameiginlegt með hugtakinu sál, en hugmyndin um sjálfstæða tilvist og tengingin við trúarbrögð er þó ekki jafnrík.
- Heilinn er það líffæri sem ræður sjálfsmeðvitund manna og annarra dýrategunda, og hægt er að ræða um hugann sem fyrirbrigði sem er aðskilið frá heilanum, án þess að trúa því að hugurinn eigi sér sjálfstæða tilvist, óháða heilanum.