Web - Amazon

We provide Linux to the World

ON AMAZON:


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Marilyn Monroe - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Marilyn Monroe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Marilyn Monroe

Marilyn Monroe í kvikmyndinni Gentlemen Prefer Blondes árið 1953
Fæðingarnafn Norma Jeane Mortenson
Fædd(ur) 1. júní 1926 (1926-06-01) (82 ára)
Fáni Bandaríkjana Los Angeles, Kalifornía, USA
Dáin(n) 5. ágúst 1962 (36 ára)

Marilyn Monroe (1. júní 19265. ágúst 1962) var bandarísk leikkona sem var uppi á 20. öld. Sviðsframkoma hennar, fegurð og dularfulli dauði gerði hana að eftirminnilegu kyntákni og síðar popp-tákni.

[breyta] Ævisaga

[breyta] Æska og uppruni

Marilyn Monroe by Bottelho
Marilyn Monroe by Bottelho

Þó svo að hún varð um síðir ein frægasta konan í kvikmyndagerðinni, voru æska og uppvaxtarár Marilyn fábrotin. Hún fæddist á fæðingardeild héraðssjúkrahússins í Los Angeles og hlaut nafnið Norma Jeane Mortensen. Norma sleppti oftast e-inu í Jean. Amma hennar, Della Monroe Grainger endurnefndi hana síðar nafninu Norma Jean Baker.

Deilur voru um faðerni Normu og voru tveir menn sem komu til greina, annars vegar norðmaðurinn Martin Edward Mortensen og hins vegar sölumaðurinn Charles Stanley Gifford sem vann í myndverinu sem móðir Normu, Gladys Pearl Monroe Baker, vann í sem klippari. Á seinni árum hafa menn hallast að hinum fyrrnefnda sem hinn rétti faðir.

Gladys tókst ekki að sannfæra móður sína um að taka barnið að sér og kom því þess vegna til Wayne og Idu Bolender frá Hawthorne, þar sem Norma bjó þar til hún var 17 ára gömul. Bolender-hjónin voru mjög trúuð sem drýgðu litlar tekjur sínar með því að vera fósturforeldrar. Í ævisögu sinni, (e. My Story), hafði Marilyn sagt að hún hefði haldið að Ida og Wayne væru blóðforeldrar sínir, þar til Ida sagði henni, frekar illkvittnislega, að svo væri ekki. Eftir dauða Marilyn hélt Ida því fram að þau Wayne hefðu alvarlega hugsað um að ættleiða Marilyn, en til þess hefðu þau þurft samþykki Gladys.

Gladys heimsótti Normu Jean á hverjum sunnudegi samkvæmt ævisögunni, en kyssti hana aldrei eða faðmaði að sér - hún brosti ekki einu sinni. Dag einn tilkynnti Gladys Normu að hún hefði keypt handa þeim húsnæði. Nokkrum mánuðum eftir flutninginn fékk hún áfall og var flutt með valdi á geðsjúkrahús. Marilyn rifjar það upp að Gladys hafi „öskrað og hlegið“ þar til hún var flutt á brott.

Eftir að Gladys fór á spítalanna flakkaði Norma Jean á milli fósturheimila, sumir segja að hún hafi átt viðkomu á 12 ólíkun heimilum og að hún hafi verið misnotuð og vanrækt. Hins vegar eru engar sannanir fyrir því að Marilyn hafi búið á svo mörgum stofnunum og við slík bágkjör, heldur hafi hún alla tíð ýkt þau atvik sem æska hennar einkenndist af.

Í september 1941 tók vinkona Gladys, Grace McKee (seinna Goddard) við henni. Þar kynntist Norma Jean syni nágrannans, James Dougherty, sem seinna varð fyrsti eiginmaður hennar. Goddard fjölskyldan var á leiðinni að flytja á austurströnd Bandaríkjanna og fannst því hjónaband eina ráðið fyrir hina ungu Normu Jeane. Þar sem Marilyn var ekki orðin sjálfráða varð hún að gangast í hjónaband, nema hún vildi fara aftur á barnaheimili. Hún hugsaði lítið um sjálfa sig en hafði þó þróað djarfa hentistefnu. Hún var fluggáfuð og mun vansælli en sviðsmyndirnar hennar gáfu til kynna.

[breyta] Frægðin

Marylin Monroe i kvikmyndinni „Gentlemen prefer blondes“
Marylin Monroe i kvikmyndinni „Gentlemen prefer blondes“

Andlit Marilyn Monroe var vissulega örlög hennar og alveg til þessa dags, 40 árum eftir hennar dularfulla dauða, vekur hún áhuga fólks á lífi hennar og dauða.

Á meðan fyrsti eiginmaður hennar James Dougherty var í stríði var hin unga Norma Jean byrjuð að vinna í verksmiðju. Þar sá ljósmyndarinn David Conober hana og hann sá strax möguleika hennar sem fyrirsæta. Hún skrifaði undir samning við The Blue Book Modelling-umboðsskrifstofuna og varð ein af þeirra farsælustu fyrirsætum og kom fram á hundruðum blaðaforsíðna. En með mikilli löngun til að verða kvikmyndastjarna komst Norma Jeane á blað hjá 20th Century Fox eftir að útsendari þeirra, Ben Lyon, undirbjó prufur. Henni var boðinn hefðbundinn 6 mánaða samningur með byrjunarlaun upp á 75 bandaríkjadali á viku. Við þetta ákvað Norma að breyta nafni sínu í Marilyn Monroe, í höfuðið á leikkonunni Marilyn Miller og Monroe nafnið hafði verið ættarnafn móður hennar. Árið 1946 „fæddist“ Marilyn Monroe.

Fyrstu sex mánuðina hjá Fox vann hún ekki baun heldur lærði um hár, snyrtivörur, búninga, leik og lýsingu. Fox ákvað að endurnýja samning hennar þegar hann rann út og á næstu 6 mánuðum kom hún fram í litlum hlutverkum í tveimur myndum; Scudda Hoo! Scudda Hay! og Dangereous Years (báðar gefnar út árið 1947). En kvikmyndirnar féllu ekki í góðan farveg þegar þær komust í kvikmyndahúsin og því ákvað Fox að semja ekki við Marilyn í hið þriðja sinn. Það aftraði henni þó ekki og hún henti sé að fullu inn í fyrirsætuvinnuna og komst fljótt til metorða í Hollywood. Hún hlaut eitt hlutverk hjá Columbia Pictures - Ladies of the Chorus árið 1948 en fékk enn á ný ekki frekari samninga. Á þessum tíma hitti hún Johnny Hyde, einn af helstu umboðsmönnunum í Hollywood. Hann kom henni aftur inn hjá Fox (eftir að MGM hafði látið tækifærið látið úr greipum sleppa) og þó svo að myndversyfirmaðurinn Darryl F. Zanuck væri ekki viss um möguleika hennar til að verða stjarna gat hún þó hægt og örugglega breytt skoðun hans með því að „stela senunni“ í hinu klassíska verki eftir Bette Davis All About Eve árið 1950 en einnig í The Asphalt Jungle sem var gefin út sama ár.

Um 1952 var Zanuck nærri fullviss og hún lék sitt fyrsta aðalkvenhlutverk í Don't Bother To Knock.

Static Wikipedia 2008 (March - no images)

aa - ab - als - am - an - ang - ar - arc - as - bar - bat_smg - bi - bug - bxr - cho - co - cr - csb - cv - cy - eo - es - et - eu - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - frp - fur - fy - ga - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - jbo - jv - ka - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - ms - mt - mus - my - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nn - -

Static Wikipedia 2007 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -
https://www.classicistranieri.it - https://www.ebooksgratis.com - https://www.gutenbergaustralia.com - https://www.englishwikipedia.com - https://www.wikipediazim.com - https://www.wikisourcezim.com - https://www.projectgutenberg.net - https://www.projectgutenberg.es - https://www.radioascolto.com - https://www.debitoformativo.it - https://www.wikipediaforschools.org - https://www.projectgutenbergzim.com