Spjall:Lofsöngur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinin Lofsöngur er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug. |
breyta | ||
|
Efnisyfirlit |
[breyta] Varðandi kommu í nafni
Varðandi hvort eigi að skrifa þetta „Ó, Guð vors lands“ eða „Ó Guð vors lands“ þá er allavegana engin komma þegar talað er um þetta í íslenskum lögum, þó vera megi að þetta sé skrifað með kommu annars staðar.
Og með „Lofsöng(ur)“ er ljóðið stundum kallað það vegna þess að það er lofsöngur eða heitir það lofsöngur einhverstaðar?. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 21:14, 8 feb 2005 (UTC)
- Löggjafinn er reyndar ekkert heilagri en hver annar vaðrandi stafsetningarvillur, alþekkt að villur slæðist inn í lagatexta þannig að það ber ekkert að taka því öllu sem heilögum sannleika. --Bjarki Sigursveinsson 21:18, 8 feb 2005 (UTC)
- Þjóðsöngur Íslendinga heitir Lofsöngur, allsstaðar. Bara að fletta upp í kvæðum séra Matthíasar. --Moi 21:39, 8 feb 2005 (UTC)
- Er hann einhverstaðar titlaður „Lofsöngur“ í kvæðunum, getur ekki líka verið að hann sé bara Lofsöngur (e. hymn) og heiti eitthvað annað? Svo gæti auðvitað verið að þetta sé þannig að hann heiti lofsöngur sem ljóð og sé kallaður Ó Guð vors lands sem þjóðsöngur, en það má auðvitað líka vera að Alþingi hafi gert þarna mistök. Best væri að sjá einhverjar bækur þar sem hann er prentaður áður en íslenska ríkið komst með klærnar í hann. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 21:49, 8 feb 2005 (UTC)
- Fullt og óbrjálað nafn ljóðsins mun vera „Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára“, en vissulega mun ekki nokkur maður taka það sér í munn. Ljóðið er lofsöngur auk þess að heita það. Hins vegar er mönnum algjörlega tamt að nota fyrstu ljóðlínuna sem heiti ljóðsins. Góðar upplýsingar eru meðal annars hér: [1] --Moi 22:29, 8 feb 2005 (UTC)
- Svo vitnað sé í „Sögukaflar af sjálfum mér“ skv. síðu þessari
- ‚Ég bjó hjá Sveinbirni Sveinbjörnssyni tónskáldi, og vorum við skólabræður. Þá orti ég nokkur smákvæði, þar á meðal „Lýsti sól“, Minni Ingólfs og þar bjó ég til byrjun lofsöngsins, Ó, guð vors lands. Sveinbjörn athugaði vandlega textann, en kvaðst ekki treysta sér til að búa til lag við, fór svo, að ég um veturinn sendi honum aftur og aftur eggjan og áskorun að reyna sig á sálminum. Og loks kom lagið um vorið og náði nauðlega heim um Þjóðhátíðina. Síðari versin tvö orti ég í Lundúnum, og hefur mér aldrei þótt mikið til þeirra koma.‘
- --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:40, 8 feb 2005 (UTC)
- Svo vitnað sé í „Sögukaflar af sjálfum mér“ skv. síðu þessari
- Fullt og óbrjálað nafn ljóðsins mun vera „Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára“, en vissulega mun ekki nokkur maður taka það sér í munn. Ljóðið er lofsöngur auk þess að heita það. Hins vegar er mönnum algjörlega tamt að nota fyrstu ljóðlínuna sem heiti ljóðsins. Góðar upplýsingar eru meðal annars hér: [1] --Moi 22:29, 8 feb 2005 (UTC)
- Er hann einhverstaðar titlaður „Lofsöngur“ í kvæðunum, getur ekki líka verið að hann sé bara Lofsöngur (e. hymn) og heiti eitthvað annað? Svo gæti auðvitað verið að þetta sé þannig að hann heiti lofsöngur sem ljóð og sé kallaður Ó Guð vors lands sem þjóðsöngur, en það má auðvitað líka vera að Alþingi hafi gert þarna mistök. Best væri að sjá einhverjar bækur þar sem hann er prentaður áður en íslenska ríkið komst með klærnar í hann. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 21:49, 8 feb 2005 (UTC)
[breyta] Ísl(ands|endinga)
Ég skrifaði nú Íslands til að almennt forðast að nota það ill-skilgreinda hugtak Íslendingur sem íslensk lög eiga líklega við íslenska ríkisborgara með, er ekki heppilegast að segja eitthvað eins og „Lofsöngur er þjóðsöngur Lýðveldisins Íslands...“ ? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:05, 8 feb 2005 (UTC)
Þar að auki benti Moi á að „Ekki [skal,á að] rugla saman landi og þjóð“ og vil ég benda á á móti að forðast skal að rugla saman þjóð og þeim sem sjá um að setja lög fyrir þjóðina. Og tel ég best að forðast þennan rugling með öllu með því að vera ekkert að koma sér í hann og segja bara frá eins og er, að þetta sé opinber þjóðsöngur ákveðins lýðveldis.
Annars endurskrifaði ég greinina og tel að núverandi útgáfa útskýri þetta ágætlega, en má þó benda á þetta fyrir aðrar greinar og fyrir framtíðina. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 04:27, 9 feb 2005 (UTC)
[breyta] Nokkuð gott, er þakki?
Nú held ég bara að þessi grein hans Ævars sé orðin nokkuð góð. Ég útrýmdi einni villu, sem var sú, að hann taldi Öxar við ána vera þjóðlag, sem það er aldeilis ekki, en það gerir nú lítið til úr því að búið er að laga það. Allt í allt orðin góð grein finnst mér. --Moi 16:31, 9 feb 2005 (UTC)
[breyta] Sálmur
Hef ætlað að skrifa um uppruna ljóðsins sem er 90. sálmur (davíðssálmur?) í fjórðu bók í „Sálmarnir“ í Gamla testamentinu. Spurning samt hvort þetta sé ekki bara Fjórða Sálmabók, 90. sálmur. 1-4 og 12-17, en nú veit ég ekkert rétt nöfn á þessu ölu saman. Allavegana þarf að hafa rétt nafn á þessu til að tala um í greininni.
Svo er annað, eina bíblían sem ég fann á Íslensku á vefnum er þessi og hún er bara allt öðruvísi þýdd heldur en það sem vitnað er í hér (byrjar á „Drottinn, þú varst“...) hvort á þá að vitna í?
Hér á eftir fylgir úrtak sem sýnir muninn á milli útgáfanna tveggja, það fyrra af musik.is og það seinna af snerpu.
Þess má geta að ég reyndi að hafa orð af guði vegna málsins án árangurs. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 04:31, 10 feb 2005 (UTC)
Drottinn, þú varst vort athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og þú tilbjóst jörðina og heiminn, já, frá eilífð til eilífðar ertu guð.
- Drottinn, þú hefir verið oss athvarf
- frá kyni til kyns.
- ² Áður en fjöllin fæddust
- og jörðin og heimurinn urðu til,
- frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð.
Þú gjörðir manninn að dufti og segir: Komið aftur, þér mannanna börn, því þúsund ár eru fyrir þínum augum sem dagurinn í gær, þá hann er liðinn, og eins og næturvaka.
- ³ Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins
- og segir: "Hverfið aftur, þér mannanna börn!"
- ⁴Því að þúsund ár eru í þínum augum
- sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn,
- já, eins og næturvaka.
Kenn oss svo að telja vora daga, að vér verðum forsjálir.
- ¹² Kenn oss að telja daga vora,
- að vér megum öðlast viturt hjarta.
Snú þér til vor drottinn. Aumkastu yfir þína þjóna. Metta oss skjótt með þinni miskunn, svo munum vér fagna og gleðja oss alla daga vors lífs.
- ¹³ Snú þú aftur, Drottinn. Hversu lengi er þess að bíða,
- að þú aumkist yfir þjóna þína?
- ¹⁴ Metta oss að morgni með miskunn þinni,
- að vér megum fagna og gleðjast alla daga vora.
Gleð oss nú eins marga daga og þú hefur oss beygt, eins mörg ár og vér höfum séð ógæfuna. Lát þína þjóna sjá þitt verk og þeirra börn þína dýrð.
- ¹⁵ Veit oss gleði í stað daga þeirra, er þú hefir lægt oss,
- ára þeirra, er vér höfum illt reynt.
- ¹⁶ Lát dáðir þínar birtast þjónum þínum
- og dýrð þína börnum þeirra.
Drottins, vors guðs, góðgirni veri yfir oss og staðfesti verk vorra handa, já, lát þér þóknast að staðfesta verkin vorra handa.
- ¹⁷ Hylli Drottins, Guðs vors, sé yfir oss,
- styrk þú verk handa vorra.
[breyta] Texti myndar
Mætti ekki flytja textann undir myndinni og jafnvel gera undirflokk um hann? Þetta er heldur orðmikið --Baldur Blöndal 10. júní 2008 kl. 10:47 (UTC)