Karen Blixen
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Barónsfrú Karen von Blixen-Finecke (17. apríl 1885 – 7. september 1962) (fædd Karen Dinesen) var danskur rithöfundur. Hún skrifaði margar bækur undir eiginnafni sínu, Karen Blixen, en einnig undir dulnefninu Isak Dinesen. Hún reit bækur sínar hvortveggja á dönsku og ensku. Þekktust er hún fyrir bók sína Jörð í Afríku (Out of Africa) sem segir frá árum hennar í Kenía.