Körfuknattleikssamband Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Körfuknattleikssamband Íslands (skammstafað KKÍ) var stofnað 29. janúar 1961. Í fyrstu stjórn KKÍ voru Bogi Þorsteinsson, sem var kjörinn formaður, Benedikt Jakobsson, Matthías Matthíasson, Magnús Björnsson, Kristinn V. Jóhannsson, Ásgeir Guðmundsson og Helgi V. Jónsson. Bogi var formaður KKÍ í tæp níu ár samfleytt; frá stofnfundinum fram að aðalfundi 1. nóvember 1969, þegar hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Stofnaðilar voru Körfuknattleiksráð Reykjavíkur, Íþróttabandalag Suðurnesja, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, Íþróttabandalag Keflavíkur, Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttabandalag Vestmannaeyja. Forseti stofnþingsins var Benedikt G. Waage, þáverandi forseti Íþróttasambands Íslands.
Fyrsti stjórnarfundur hins nýja sambands var haldinn 1. febrúar 1969 og var verkaskipting eftirfarandi: Bogi Þorsteinsson var formaður, Benedikt Jakobsson varaformaður, Matthías Matthíasson gjaldkeri, Kristinn V. Jóhannsson fundarritari og Magnús Björnsson bréfritari.
Það kostaði mikla baráttu að fá að stofna KKÍ, því sum sérsamböndin sem fyrir voru, t.d. Handknattleikssambandið, beittu sér sérstaklega gegn því. Í viðtalið við Björn Leósson, árið 1993 segir Bogi Þorsteinsson að þar hafi menn strax verið hræddir við samkeppnina.
Fjórtán einstaklingar hafa gegn stöðu formanns KKÍ, og er Hannes Sigurbjörn Jónsson núverandi formaður sambandsins.
[breyta] Heimildir
- Leikni framar líkamsburðum eftir Skapta Hallgrímsson, útg. Körfuknattleikssamband Íslands 2001