Handknattleikssamband Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Handknattleikssamband Íslands, eða HSÍ er samband sem heldur utan um handknattleiksiðkun á Íslandi. Sambandið var stofnað 11. júní 1957. Formaður sambandsins er Guðmundur Ágúst Ingvarsson og framkvæmdarstjóri þess er Einar Þorvarðarson. Sambandið heldur úti deildakeppni í handknattleik, bikarkeppni og deildabikar.