John Arne Riise
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Arne Semundseth Riise (fæddur 24. september 1980) er norskur knattspyrnumaður sem spilar með Liverpool á Englandi.
1996 byrjaði Riise að spila fyrir Álasund. Sumarið 1998 fór hann að ráðum Nils Arne Eggen og fór til Frakklands til að spila fyrir Mónakó. Fyrsti landsleikur Riise fyrir Noreg var í janúar 2000.
Afrek:
- Landsliðleikir með norska landsliðinu:
- Strákar 15 ára - 9 leikir/3 mörk
- Strákar 16 ára - 5/3
- Strákar 17 ára - 2/0
- Strákar 18 ára - 4/0
- Strákar 19 ára - 1/0
- U21 - 17/4
- Aðallandslið - 50/4.
- Deildarmeistari með Mónakó 1999-00.
- Leikmaður leiktíðarinnar með Liverpool 2001-02.
- Bikarmeistari 2002-03 með Liverpool.
- Evrópudeildarmeistari 2004-05 með Liverpool.