Gufuvél
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gufuvél er vél sem notast við yfirþrýsting á gasi, yfirleitt vatnsgufu, til að þenja út ákveðið rúmmál og er hreyfing á því rúmmáli síðan notað til að framkvæma einhverja vinnu, t.d. að knýja túrbínu til framleiðslu á rafmagni.
Elstu minjar um gufuvél eru frá 1. öld í Egyptalandi þar sem Heron frá Alexandríu bjó til litla gufuvél sem snéri öxli lítils snúningshjóls. Ekki varð frekari þróun á gufuvélinni þangað til á 16. öld þegar Taqi al-Din, arabískur heimspekingur, verkfræðingur og stjörnufræðingur í Egyptalandi bjó til gufuvél sem snéri steikarteini. James Watt betrumbætti gufuvélina, en er stundum ranglega sagður hafa fundið hana upp. Upphaf iðnbyltingar er oft sögð markast af gufuvél Watts.