Golda Meir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Golda Meir (hebreska: גּוֹלְדָּה מֵאִיר) (fædd Golda Mabovitz þann 3. maí, 1898 – 8. desember, 1978) var einn af stofnendum Ísrael. Hún gegndi starfi flokksforingja verkamannaflokks landsins, utanríkisráðherra landsins og var fjórði forsætisráðherra þess frá 17. mars 1969 – 11. apríl 1974. Hún var kölluð járnfrú ísraelska stjórnmála, löngu áður en það hugtak festist við Margaret Thatcher. Hún er fyrsti og jafnframt eini kvenkyns forsætisráðherra Ísrael og þriðji kvenkyns forsætisráðherrann í heiminum.