Frumlag
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frumlag (skammstafað sem frl. eða fruml.) er hugtak í málfræði. Frumlag er fallorð, fallsetning, fallháttur eða bein ræða sem stendur alltaf í nefnifalli, og gerir það sem sögnin segir.
Frumlag er gerandinn í setningunni- þ.e.a.s. frumlag táknar þann sem gerir (er eða verður) það sem umsögnin segir.
Auðvelt er að finna frumlagið með því að spyrja „hver gerði“ það sem sögnin segir.
[breyta] Dæmi
- Húsfreyjan eldaði matinn. (hver eldaði matinn?)
- Allir eru duglegir. (hverjir eru duglegir?)
- Maðurinn lærði bókina vel. (hver lærði bókina vel?)