Forþjappa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forþjappa (oft ranglega nefnd túrbína) kallast sá hluti eldsneytis-knúinnar vélar sem þjappar inntakslofti inn í sprengirými vélarinnar. Er þetta gert til að auka afl og nýtni vélarinnar, án mikillar þungaaukningar. Sumar forþjöppur hafa millikæli (Intercooler) sem kælir loftið áður en það fer inn í sprengirými. Við þetta eykst eðlisþyngd loftsins og það þjappast betur sem leiðir til aflaukningar.
Forþjappan er knúin áfram af útblæstri vélarinnar.