Fjármálaeftirlitið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjármálaeftirlitið (FME) er íslensk ríkisstofnun sem starfar sem eftirlitsstofnun eftir lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og lögum um fjármálafyrirtæki.
Eftirlitsskyldiraðilar á fjármálamarkaði eru viðskiptabankar, sparisjóðir, vátryggingafélög, vátryggingamiðlanir,lánafyrirtæki (fjárfestingarbankar og greiðslukortafyrirtæki), verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlanir, rekstrarfélög verðbréfasjóða og lífeyrissjóðir, auk annarra aðila sem heimild hafa til að taka á móti innlánum.
FME hefur einnig eftirlit með Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og húsbréfadeild Íbúðalánasjóðs.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá maí 2007 kemur fram að efla eigi FME. [1]