Einkaleyfastofan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einkaleyfastofan er opinber stofnun sett á laggirnar 1. júlí 1991 og tók þá við hlutverki einkaleyfa- og vörumerkjadeildar iðnaðarráðuneytisins. Skipulag og starfssvið markast af auglýsingu nr. 187/1991 og reglugerð nr. 188/1991 og hún heyrir undir iðnaðarráðuneyti. Einkaleyfastofan fer með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Þá skal hún einnig veita einstaklingum, stofnunum og atvinnufyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði og stuðla að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi. Einkaleyfastofan er einnig opinber faggildingaraðili. Forstjóri er Ásta Valdimarsdóttir, lögfræðingur.