Dauðahaf
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dauðahaf eða Saltisjór (arabíska: البحر الميت,hebreska ים המלח) er lægsti sýnilegi punkturinn á yfirborði jarðar; yfirborð þess liggur 417,5 metra undir sjávarmáli. Það liggur á landamærum Ísraels, Vesturbakkans og Jórdaníu, í Sigdalnum mikla. Vatnið er dýpsta salttjörn heims. Það er 76 km að lengd, allt að 18 km breitt og 400 metra djúpt þar sem það er dýpst.