Web - Amazon

We provide Linux to the World

ON AMAZON:


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Alþjóðadómstóllinn - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Alþjóðadómstóllinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Opinber málflutningur fyrir Alþjóðadómstólnum.
Opinber málflutningur fyrir Alþjóðadómstólnum.

Alþjóðadómstóllinn (oft kenndur við Haag) (enska: International Court of Justice (ICJ), franska: Cour internationale de justice (CIJ)) er dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hann var settur á laggirnar árið 1946 og hefur það hlutverk að leysa úr deilumálum sem að ríki vísa til hans og einnig að gefa ráðgefandi álit vegna lögfræðilegra álitaefna sem að allsherjarþingið eða öryggisráðið leggja fyrir hann, eða þá sérhæfðar undirstofnanir sem hafa til þess samþykki allsherjarþingsins í samræmi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samþykkt alþjóðadómstólsins er það grundvallarskjal sem að dómstóllinn byggir á og vinnur eftir, samþykktin er viðauki við stofnskrá S.þ. og því eru öll aðildarríki S.þ. aðilar að henni.

Eingöngu ríki geta verið aðilar að málum fyrir dómstólnum en honum er þó gjarnan ruglað saman við alþjóðasakamáladómstólinn eða stríðsglæpadómstólana sem S.þ. hafa sett á fót sérstaklega til að taka á málum einstaklinga sem grunaðir eru um stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu og Rúanda.

Efnisyfirlit

[breyta] Skipan dómsins og málsmeðferð

Dómstóllinn hefur aðsetur í Friðarhöllinni í Haag í Hollandi. Í honum sitja 15 dómarar sem valdir eru af allsherjarþinginu og öryggisráðinu af listum sem að dómaranefndir ríkja við hinn fasta gerðardóm leggja til. Dómarar eru kjörnir til 9 ára í senn og mega sitja mörg kjörtímabil, kosið er á þriggja ára fresti um þriðjung dómarasæti í hvert sinn. Aðeins má vera einn dómari af hverju þjóðerni í dómstólnum en þau ríki sem hafa fast sæti í öryggisráðinu (Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland hafa ávallt haft dómara í dómstólnum þó að ekki sé kveðið á um það í samþykkt hans. Vinnumál dómstólsins eru enska og franska.

Meirihluti dómara verður að vera samþykkur úrskurðum hans og mikið er um að þeir skili sérálitum hvort sem þeir eru sammála meirihlutaniðurstöðunni eða ekki. Þegar dómurinn úrskurðar í málum ber honum að líta til þjóðréttarsamninga, þjóðréttarvenja og „almennra grundvallarregla laga, viðurkenndar af siðuðum þjóðum“. Einnig getur dómurinn haft til hliðsjónar skrif fræðimanna og fyrri dómsúrskurði en dómurinn er þó ekki formlega bundinn af fyrri úrskurðum sínum. Séu málsaðilar því samþykkir getur dómurinn skorið úr um mál með tilvísan til almennra sanngirnis- og réttlætissjónarmiða (ex aequo et bono) fremur en sérstakra laga.

Dómstóllinn fæst við tvær gerðir mála, annarsvegar deilumál milli ríkja sem hafa samþykkt að vísa deilunum til dómstólsins til bindandi úrskurðar og hinsvegar ráðgefandi álit vegna sértækra spurninga um lagaleg atriði sem lagðar eru fyrir dóminn, yfirleitt að beiðni allsherjarþings S.þ. Ráðgefandi álit eru ekki bindandi og snerta ekki alltaf sérstök deilumál ríkja þó að það sé reyndar oft tilfellið.

[breyta] Lögsaga og framfylgd dóma

Dómstóllinn hefur ekki lögsögu yfir neinu ríki sem ekki hefur gengist undir hana sjálfviljugt. Þetta getur komið til þannig að ríki gera sérstakt samkomulag sín á milli um að leggja málið fyrir dómstólinn. Einnig á dómstóllinn lögsögu ef deilan snýst um þjóðréttarsamning sem kveður sérstaklega á um það að deilumálum skuli vísað til alþjóðadómstólsins en það er raunin með fjölmarga samninga, bæði tvíhliða og fjölhliða. Í þriðja lagi geta ríki sent frá sér einhliða yfirlýsingu samkvæmt 36. grein samþykktar dómstólsins um það að þau viðurkenni lögsögu hans, annaðhvort í öllum málum eða með fyrirvörum. 66 ríki hafa sent frá sér slíka yfirlýsingu, flest þeirra setja þó vissa fyrirvara við lögsöguna. Lista yfir ríkin ásamt fyrirvörum má finna hér. Dómstóllinn ákveður sjálfur hvort að hann hafi lögsögu ef málsaðilar koma sér ekki saman um það.

Úrskurðir dómstólsins í deilum ríkja eru bindandi fyrir þau, í það minnsta að nafninu til. Dómstóllinn hefur nefnilega takmörkuð úrræði til þess að framfylgja dómum sínum yfir ríkjum ef þau gangast ekki undir þá sjálfviljug. Öryggisráðið getur í þeim aðstæðum samþykkt aðgerðir til að neyða ríki til þess að framfylgja úrskurðinum en málið vandast þegar ríkið sem dæmt hefur verið til að greiða bætur eða grípa til einhverskonar aðgerða situr sjálft í öryggisráðinu og hefur jafnvel neitunarvald þar. Eitt slíkt tilvik var mál Níkaragva á hendur Bandaríkjunum þar sem þeir síðarnefndu voru dæmdir 1984 til þess að hætta „ólöglegri valdbeitingu“ gagnvart Níkaragva og greiða bætur. Bandaríkin neituðu og drógu síðan til baka fyrri yfirlýsingu sína þar sem þeir samþykktu lögsögu dómsins. Þessi yfirburðastaða stórvelda gagnvart dómstólnum er ein helsta ástæða gagnrýni á hann.

[breyta] Athyglisverð mál

[breyta] Deilumál ríkja

  • Bretland gegn Íslandi (1972-1974), mál er varðaði fiskveiðilögsögu Íslendinga.
  • Bandaríkin gegn Íran (1979-1981), mál er varðaði aðgerðarleysi Írans gagnvart gíslatökunni í Bandaríska sendiráðinu.
  • Níkaragva gegn Bandaríkjunum (1984-1991), mál er varðaði stuðning Bandaríkjanna við skæruliðahreyfingar í Níkaragva.
  • Júgóslavía gegn NATO-ríkjum (1999-2004), mál er varðaði lögmæti aðgerða Atlantshafsbandalagsins gegn Júgóslavíu í Kósóvóstríðinu. Málinu var að lokum vísað frá þar sem Júgóslavía var ekki meðlimur í Sameinuðu þjóðunum þegar það var lagt fram og gat því ekki átt aðild að máli fyrir dómstólnum.

[breyta] Ráðgefandi álit

  • Um stöðu Vestur-Sahara (1975)
  • Um lögmæti notkunar (eða hótunar um notkun) kjarnorkuvopna (1996)
  • Um múrinn á Vesturbakkanum (2004)

[breyta] Heimildir

[breyta] Tenglar


Sameinuðu þjóðirnar Fáni Sameinuðu þjóðanna

Allsherjarþingið | Öryggisráðið | Efnahags- og félagsmálaráðið |
Gæsluverndarráðið | Aðalskrifstofan | Alþjóðadómstóllinn

Static Wikipedia 2008 (March - no images)

aa - ab - als - am - an - ang - ar - arc - as - bar - bat_smg - bi - bug - bxr - cho - co - cr - csb - cv - cy - eo - es - et - eu - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - frp - fur - fy - ga - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - jbo - jv - ka - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - ms - mt - mus - my - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nn - -

Static Wikipedia 2007 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -
https://www.classicistranieri.it - https://www.ebooksgratis.com - https://www.gutenbergaustralia.com - https://www.englishwikipedia.com - https://www.wikipediazim.com - https://www.wikisourcezim.com - https://www.projectgutenberg.net - https://www.projectgutenberg.es - https://www.radioascolto.com - https://www.debitoformativo.it - https://www.wikipediaforschools.org - https://www.projectgutenbergzim.com