Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru átta markmið sem 189 aðildarlönd Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt að reyna að ná fyrir árið 2015. Markmiðin voru skilgreind í Þúsaldaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og samþykkt á Þúsaldarráðstefnunni árið 2000.
[breyta] Markmiðin
- Útrýma sárustu fátækt og hungri.
- Tryggja öllum grunnmenntun.
- Vinna að jafnrétti og styrkja stöðu kvenna.
- Draga úr barnadauða.
- Bæta heilsu mæðra.
- Berjast gegn alnæmi/eyðni, malaríu og öðrum sjúkdómum.
- Tryggja sjálfbæra þróun.
- Þróa hnattræna þróunarsamvinnu.
[breyta] Tengill
- 2015-markmiðin, vefur Félags S.þ. um þúsaldarmarkmiðin
- Upplýsingar um Þúsaldarmarkmiðin hjá upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Norðurlöndin