Severus Snape
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Severus Snape er persóna í Harry Potter-bókunum eftir J.K. Rowling. Hann kennir töfradrykkja- og seiðagerð við Hogwarts-skóla.
[breyta] Saga
Severus Snape á að vera fæddur 1960 og vera jafnaldri foreldra Harrys (James og Lily). Þegar hann kom í Hogwarts, 1971, var hann flokkaður í Slytherin-heimavistina og varð vinur krakka sem urðu þekktir dráparar seinna meir. Þegar hann útskrifaðist úr Hogwarts, 1978, gerðist hann drápari.
Nokkrum árum síðar var Snape að hlera viðtal Dumbledores við Sybil Trelawney þegar Trelawney spáði um örlög Harry Potter og Voldemorts. Þegar hún var hálfnuð komst upp um hann og honum hent út. Samt sem áður kom hann öllu sem hann heyrði til Voldemorts sem varð til þess að Voldemort fór að leita uppi Harry og foreldra hans.