Miltisbrandur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miltisbrandur er smitsjúkdómur af völdum bakteríunnar Bacillus anthracis. Hann kemur fyrir í villidýrum og húsdýrum en getur smitast yfir í fólk sem kemst í snertingu við smituð dýr, hræ eða mikið magn af miltisbrandsgróum. Enn eru engin dæmi um að sýkt fólk beri smit. Miltisbrandur finnst um allan heim, en er þó fyrst og fremst algengur hjá jurtaætum þó hann geti borist í menn og fugla.
Þekkt eru 89 afbrigði af miltisbrandi.
Það hafa verið gerðar miklar tilraunir með notkun miltisbrands í hernaðar- og hryðjuverka tilgangi en hann hefur þó ekki verið mikið notaður á því sviði. Það er nú samt til dæmi því það mætti segja að það hafi verið ráðist á Bandaríkin með bréfum. þá var miltisbrandur þurkaður og látin á alls kyns umslög og svo voru þau send til Bandaríkjanna. margir sýktust við það.