Wikipedia:Möppudýr
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Möppudýr á Wikipedia eru þeir sem hafa svokölluð möppudýraréttindi, það er stefna íslensku Wikipedia að útdeila slíkum réttindum nokkuð frjálslega til allra þeirra sem hafa verið virkir þátttakendur í Wikipedia verkefninu um nokkra stund og hafa sýnt fram á það að þeir eru traustsins verðir.
Efnisyfirlit |
[breyta] Möppudýraréttindin
Möppudýr hafa engin sérstök réttindi umfram aðra á Wikipedia hvað varðar greinaskrif en hafa aðgang að nokkrum svæðum sem eru læst almennum notendum í öryggisskyni.
Möppudýr geta:
- Verndað/afverndað síður.
- Breytt vernduðum síðum (t.d. meldingum)
- Eytt síðum og myndum.
- Afturkallað eyðingu á síðum.
- Tekið aftur skemmdarverk með rollback fídus.
- Bannað notendur, einstakar IP-tölur eða ákveðið IP-net um ákveðinn tíma eða til frambúðar ef skemmdarvargar eru vandamál.
- Breytt notandanöfnum.
- Gert notendur að möppudýrum.
- Merkt notendur sem vélmenni.
[breyta] Hafa samband við möppudýr
Ef notanda finnst ástæða til að hafa samband við möppudýr um eitthvað sem ekki er hægt að ræða í Pottinum þá er hægt að skilja eftir skilaboð á spjalli hvers möppudýrs og einnig hafa sum möppudýr gefið möguleika á að senda sér tölvupóst. Rétt er þó að athuga fyrst hvaða möppudýr eru virk.
[breyta] Umsóknir um möppudýrastöðu
- Ætlast er til að möppudýr hafi góða kunnáttu um hvernig samfélag Wikipediu virkar. Áður en þú sækir um skaltu kynna þér reglurnar á Möppudýragátlistanum.
- Ritið notendanafn ykkar hér ef þið hafið áhuga á að gegna starfi möppudýrs (eða nafn notanda sem þið viljið tilnefna).
- Umsókn þarf 75% greiddra atkvæða og aldrei færri en 4 atkvæði til þess að teljast samþykkt, þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um tilvonandi möppudýr.
- Kosningarétt hafa þeir notendur sem hafa að baki 100 eða fleiri breytingar í aðalnafnrými og hafa verið skráðir í að minnsta kosti einn mánuð. Þó mega allir notendur tjá sig um umsóknir.
- Tillaga skal vera til umfjöllunar í eina viku að lágmarki.
Umsóknir
[breyta] Núverandi möppudýr
Það eru 22 möppudýr á íslenska Wikipedia. Þau eru:
[breyta] Fyrrverandi möppudýr
Teljari | Notandi | Möppudýr síðan | Gerð(ur) möppudýri af | Hætti | Ástæða |
---|---|---|---|---|---|
1 | Amgine (spjall • framlög • aðgerðir) | 21. júní 2006 | Sj | 13 júní 2007 | Lauk tímabundri vinnu. |
2 | EinarBP (spjall • framlög • aðgerðir) | 18. febrúar 2005 | Friðrik Bragi Dýrfjörð | 2. maí 2008 | Óvirkt möppudýr. |
3 | Girdi (spjall • framlög • aðgerðir) | 20. október 2006 | Bjarki Sigursveinsson | 10 júní 2007 | Sagði af sér. |
4 | Sauðkindin (spjall • framlög • aðgerðir) [2] | 11. október 2004 | Ævar Arnfjörð Bjarmason | 3 júní 2007 | Hætti vinnu. |
5 | Sindri (spjall • framlög • aðgerðir) | 11. júní 2004 | Andre Engels | 2. maí 2008 | Óvirkt möppudýr. |
6 | Svavarl (spjall • framlög • aðgerðir) | 29. ágúst 2004 | Ævar Arnfjörð Bjarmason | 2. maí 2008 | Óvirkt möppudýr. |
- ^ Einnig með aukamöppudýrið, Notandi:StalfurPDA.
- ^ Vélmenni, hafði möppudýraréttindi til að geta framkvæmt viðhald á vernduðum síðum (en svo varð ekkert úr því), Ævar Arnfjörð Bjarmason bar ábyrgð á því.
[breyta] Tengt efni
- Sjálfvirkt uppfærður möppudýralisti.
- Gamla og nýja möppudýraskráin.
Wikipedia samfélagið | |
---|---|
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin | |
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir | Máttarstólpar Wikipedia | |
Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkastaðall | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu | |
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar | |
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Bezt í heimi | Merkisáfangar | Hugtakaskrá | Ættleiða notanda |