Hvalir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvalir Tímabil steingervinga: Snemma á eósen - okkar daga |
||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hnúfubakur stekkur
|
||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
|
||||||||||
Undirættbálkar | ||||||||||
|
Hvalir eru ættbálkur spendýra sem samanstendur af stórhvelum, höfrungum og hnísum. Hvalir er sá ættbálkur spendýra sem best er aðlöguð til sjávarlífs. Skrokkur þeirra er snældu- eða spólulaga. Framlimirnir hafa mótast í bægsli. Afturlimirnir eru líffæraleifar sem ekki tengjast hryggnum og eru faldir innan skrokksins. Afturendinn hefur láréttar ögður.
Ættbálkur hvala telur yfir áttatíu tegundir sem skiptast í tvo undirættbálka: skíðishvali og tannhvali, en til tannhvala teljast bæði höfrungar og hnísur.
Hvalveiðar eru mjög umdeildar og nú orðið er lítil eftirspurn eftir hvalafurðum. Því hafa flestar hvalveiðiþjóðir dregið mjög úr hvalveiðum eða hætt þeim alveg. Hvalveiðar í atvinnuskyni voru bannaðar á Íslandi árið 1986, en þær hófust aftur að einhverju leyti haustið 2006.