Gamla mjólkursamlagið í Borgarnesi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gamla mjólkursamlagið í Borgarnesi var hannað af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, fyrir Kaupfélag Borgfirðinga. Eftir að Mjólkursamlag Borgfirðinga flutti í stærra húsnæði á Engjaási var byggingavörudeild kaupfélagsins flutt þangað þar til sú starfsemi var flutt annað.
Nú til er húsið notað sem samkomuhús. Leikdeild ungmennafélagsins Skallagríms hefur notað húsið undir leiksýningu, ungmenni í Borgarnesi nota húsið undir hljómsveitaræfingar og ýmsar samkomur auk þess sem það er miðstöð Borgfirðingahátíðar þegar hún er haldin ár hvert.