Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Draumalandið - sjálfshjálparhandbók handa hræddri þjóð er bók eftir Andra Snæ Magnason. Hún er í senn sögubók, ádeila á hina svokölluðu stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda, kennslubók í að afhjúpa blekkingu og leiðbeining um leiðir til að marka nýja stefnu.
Bókin hefur vakið mikla athygli og gæti að hluta verið ástæða þess að Andra var boðið að halda fyrirlestur árið 2006 í virtri fyrirlestraröð Cornell háskólans.
Efnisyfirlit |
[breyta] Valdar fyrirsagnir og tilvitnanir í bókina
Aðalkaflarnir eru:
- Leitin að raunveruleikanum
- TERROR ALERT
- TERAWÖTTIN Í ALMÆTTINU
Nokkrar fyrirsagnir eru:
- Fáfræði er styrkur
- Dansaðu orkudvergur !
- Eru sauðskinnsskór framtíðin
- Ísland - frá sjálfstæði til sjálfbærni
[breyta] Rök og tilfinningar
[breyta] Helstu rök sem koma fram í bókinni
- Landið er fagurt, á sér sögu og er einhvers virði
- Hugmyndir, ímynd og hugvit geta skipt máli fyrir afkomu Íslands og sömuleiðis byggðarlaga, ekki síður en vinnslu hráefnis.
- Hægt væri að auka verðmæti vöru eins og íslensks grænmetis, lambakjöts, mjólkurvara og fleira með því að tengja vöruna ákveðnum stað, styrkja sveitamenninguna og tengja vörurnar við líf og menningu, eða búa til eins konar vörumerki með sál. Verksmiðjuframleiddur matur er ópersónulegur, en fyrir vörur með slíka tengingu og nærveru fæst hærra verð, að miklu leyti vegna hugmyndarinnar einnar.
- Stóriðja og virkjanir eru að miklu leyti óafturkræfar, gefa fá störf miðað við heildina og standa ekki fyrir ýkja stóran hluta af útflutningstekjum.
- Það tungumál sem er notað um landið og hvernig því er breytt í megawött breiðir yfir hið raunverulega verðmæti þess.
- Það lítur út fyrir að sannfæring um ágæti stóriðju í bland við blekkingar hafi leikið mikilvægt hlutverk í að sannfæra Alþingi og þjóðina um málið.
- Hugvitið hefur gefið Íslendingum m.a. þekkingarfyrirtæki á borð við Össur, CCP og Marel. Svoleiðis starfsemi er framtíðin. Og menn munu halda áfram að finna lausnir og þróa atvinnulífið. En stjórnmálamenn verða hræddir ef ekki eru til staðar nokkrar stórar "stoðir atvinnulífsins" og yfirfæra hræðslu sína á þjóðina.
- Kynningarbæklingur stjórnvalda "LOWEST ENERGY PRICES" var send meðal annars til fyrirtækja sem eru sökuð um að stunda mjög mengandi starfsemi og virða mannréttindi lítils.
- Þegar reynt er að finna út hvernig geti náðst það heildarafl út úr íslenskum fallvatnsvirkjunum, sem var og er auglýst af hálfu stjórnvalda (30 Terawattstundir), virðist vera að virkja þurfi öll stærri jökulfljót og önnur fljót.
- 30 Terawattstundir krefjast gríðarlegra landfórna á Íslandi, en sú orkuframleiðsla er hverfandi í samanburði við óvirkjað vatnsafl í heiminum.
- Stjórnvöld hafa haldið fram að „hrein“ íslensk orka bæti heiminn, því annars færi framleiðsla á áli fram annars staðar. Álframleiðsla fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði nægir til að dekka fjórðung af því áli sem er í dósunum sem Bandaríkjamenn henda á haugana ár hvert.
- Alcoa hreykir sér af að framleiða hluti í eldflaugar sem notaðar eru í austurlöndum nær.
[breyta] Helstu mótrök
- Við getum ekki lifað á hundasúrum og fjallagrasi.
- Tölur Andra um virkjanakosti og fleira eru ónákvæmar.
- Andri ofmetur virkjanlegt vatnsafl utan Íslands.
[breyta] Bókfræðilegar upplýsingar
- Andri Snær Magnason, Draumalandið : sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, Reykjavík, Mál og menning, 2006. ISBN 9979-3-2738-3
[breyta] Tengt efni
- Umræður um stóriðjustefnu á Íslandi
- Alcoa
- Álver
- Bechtel
- Impregilo
- Landsvirkjun
- Vatnsaflsvirkjun
- Kárahnjúkavirkjun