Álver
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Álver eru verksmiðjur þar sem álbræðsla fer fram. Þau samanstanda af fjölda kerja þar sem rafgreiningin fer fram. Kerin eru gerð úr kolefnum og eru með stálhúð. Á botninum safnast fljótandi, eldheitt, ál saman sem er tappað af með reglulegu millibili. Álið má alls ekki kólna og harðna þar því viðgerð á kerjunum er kostnaðarsöm.