Bein
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bein eru hluti beinagrindar hryggdýrs, sem myndar stoðkerfi líkamans. Bein eru gerð úr beinvef. Vövar tengjast beinum með sinum.
Efnisyfirlit |
[breyta] Gerð beins
Miðja beins nefnist leggur, diaphysis, endar beins nefnast beinköst, epiphysis, endafletir beins heita liðfletir en þeir eru brjóskklæddir. Allt beinið er þakið beinhimnu, nema á liðflötum, þar er það þakið liðbrjóski. Í löngum beinum er merghol sem er þakið að innan þunnri himnu, mergholshimnu, endosteum. Í mergholinu er fituvefur sem nefnist guli beinmergurinn. Þéttbein eru að mestu leyti utan til í beininu þar sem þarf sterkan vef, en frauðbein eru mestmegnis innan í beinendum og utan við mergholið. |
[breyta] Endurnýjun beina
Beinin eru í stöðgri endurnýjun út allt lífið, hraði endurnýjunarinnar fer eftir álagi og öðrum kröfum sem eru gerðar til beinana.
Tvær gerðir af frumum sjá um að byggja upp bein og brjóta þau niður, það eru beinmyndunarfrumur, osteoblastes og beinætur, osteoclastes. Þessar frumur vinna hlið við hlið að við það að lagfæra beinin í líkamanum.
[breyta] Myndun beina
Myndun beinsins, beinmyndunarferlið sjálft, kallast ossificatio.
Beinmyndunarfrumurnar vella kollageni, sem eru hinu sterku og teygjanlegu þræðir beinanna, og flókinn kalkfosfati, nefndur apatít, kristallast sjálfkrafa utan um kollagenþræðina og mynda hart millifrumuefni, matrix. Þegar millifrumuefnið eykst einangrast beinmyndunarfrumurnar í lónum beinsins, þær heita þá beinfrumur, osteocytes.
[breyta] Eyðing beina
Beinæturnar eru stórar frumur, sem ferðast um og vella leysihvötum, sem melta beinið.