Arthur Schopenhauer
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki Heimspeki 19. aldar |
|
---|---|
Nafn: | Arthur Schopenhauer |
Fædd/ur: | 22. febrúar 1788 |
Dáin/n: | 21. september 1860 (72 ára) |
Skóli/hefð: | Hughyggja |
Helstu ritverk: | Heimurinn sem vilji og ímynd |
Helstu viðfangsefni: | frumspeki, fagurfræði, fyrirbærafræði, siðfræði, sálfræði |
Markverðar hugmyndir: | Viljinn |
Áhrifavaldar: | Platon, René Descartes, Baruch Spinoza, George Berkeley, Jean-Jacques Rousseau, Immanuel Kant, David Hume, Giacomo Leopardi, búddismi, hindúismi |
Hafði áhrif á: | Richard Wagner, Friedrich Nietzsche, Sigmund Freud, Carl Jung, Ludwig Wittgenstein, Hermann Hesse, Thomas Mann |
Arthur Schopenhauer (22. febrúar 1788 – 21. september 1860) var þýskur heimspekingur. Hann er frægastur fyrir rit sitt Heimurinn sem vilji og ímynd. Hann er vel kunnur sem heimspekilegur svartsýnismaður, sem sá lífið sem í eðli sínu illt, tilgangslaust og þjáningarfullt. Við nánari athugun kemur þó í ljós að í samræmi við austræn trúarbrögð, sem höfðu mikil áhrif á hann, einkum hindúismi og búddismi, sá hann frelsun eða lausn undan þjáningum í fagurfræðilegum hugleiðingum, samúð með öðrum og meinlætalifnaði. Hugmyndir hans höfðu mikil áhrif bæði í heimspeki og sálfræði og á tónlist og bókmenntir.
[breyta] Helstu ritverk
- Um fjórfalda rót lögmálsins un nægjanlega ástæðu (Über die vierfache Wurzel des Satzes vom zureichenden Grunde), 1813
- Um sjón og liti (Über das Sehen und die Farben), 1816
- Heimurinn sem vilji og ímynd (Die Welt als Wille und Vorstellung), 1818/1819
- Um viljann í náttúrunni (Über den Willen in der Natur), 1836
- Um frelsi mannlegs vilja (Über die Freiheit des menschlichen Willens), 1839
- Um grundvöll siðferðisins (Über die Grundlage der Moral), 1840
- Hjáverk og vanrækt skrif (Parerga und Paralipomena), 1851
[breyta] Heimild
- Greinin „Arthur Schopenhauer“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. apríl 2006.