Arthur Rimbaud
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jean Nicolas Arthur Rimbaud (IPA: [aʁtyʁ ʁɛ̃ˈbo]) (20. október 1854 – 10. nóvember 1891) var franskt skáld sem orti í anda táknsæisins. Prósaljóð hans Une Saison en Enfer og Illuminations höfðu mikil áhrif á framúrstefnuskáldin í upphafi 20. aldar. Rimbaud hafði ort sín helstu verk fyrir 21 árs aldur þegar hann ákvað að hætta skrifum. Eftir það ferðaðist hann um Evrópu og fór til Jövu, Kýpur, Aden og Harar þar sem hann kynntist landstjóranum Ras Makonnen, föður Haile Selassie. Hann lést úr krabbameini aðeins 37 ára gamall.
[breyta] Tenglar
- Undanfari nútíma ljóðlistar; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1968
- Um þýðingar franskra ljóða á íslensku; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1972