Édouard Manet
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Édouard Manet (23. janúar 1832 – 30. apríl 1883) var franskur listamaður sem hafði mikil áhrif á fyrstu impressjónistana með umdeildum verkum eins og Hádegisverður á grasinu og Ólympía frá 1863. Hann forðaðist samt síðar að taka þátt í sýningum þeirra og vildi ekki láta kenna sig við þann hóp.