Álftanes
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Álftanes er nes á suðvesturlandi. Það liggur til norðvesturs á milli Hafnarfjarðar að sunnan og Skerjafjarðar að norðan. Nesið er láglent og á því allnokkurt hraun, Gálgahraun. Á nesinu er vaxandi byggð. Þekktustu staðir á Álftanesi eru Bessastaðir og Garðar. Á Bessastöðum er aðsetur forseta Íslands. Garðar eru kirkjustaður og fyrrum prestssetur. Í Gálgahrauni mun hafa verið aftökustaður sakamanna fyrrum. Yst á Álftanesi er Skansinn, en þar var byggt vígi til varnar konungsgarðinum á Bessastöðum ef sjóræningjar skyldu leggja þangað leið sína.
Nesið skiptist á milli tveggja sveitarfélaga, utanvert er sveitarfélagið Álftanes (áður Bessastaðahreppur) en innri hlutinn tilheyrir Garðabæ.