Skyr
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skyr er unnið úr undanrennu. Varan er unnin á Íslandi og í Bandaríkjunum en þekktist áður fyrr einnig í nágrannalöndunum. Mysa verður til við framleiðslu skyrs.
[breyta] Framleiðsluferlið
Undanrenna er hituð nálægt suðumarki en með því verður hún nánast gerilsneydd. Undanrennan er því næst kæld niður í 37°C og hleypi bætt út í. Einnig er þétti bætt við en það er skyr úr fyrri framleiðslu. Að þessu loknu er skyrið látið hlaupa, mysunni hellt af og skyrið síað.
Grundvallaratriði framleiðsluferlisins eru svipuð í dag og þau voru fyrr á öldum.
[breyta] Tegundir
- draflaskyr
-
- Grófgert skyr.
- kálsúr eða kálsúrn
-
- skyr með gulrófukáli. Samkvæmt gamalli íslenskri aðferð er soðnu eða ósoðnu kál saxað saman við skyr í geymslukeröldum.
- kálystingur
-
- mjólk, yst með súru káli og skyri
- niðurfella
-
- koppasúrt skyr
- ólekja
-
- ósíað skyr, vont skyr
- sumarsafn
-
- skyr sem safnað er saman að [[sumar]lagi
[breyta] Heimildir
- Skyr. Skoðað 13. desember, 2005.