Skjaldarmerki Gabon
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Gabon var hannað af svissneska skjaldarmerkjafræðingnum Louis Mühlemann, einum af stofnfélögum FIAV og sem einnig hannaði fyrrum skjaldarmerki Vestur-Kongó. Skjaldarmerkið hefur verið í notkun frá 15. júlí 1963.
Merkisberar eru tvö svört pardusdýr. Gullskífurnar efst í merkinu tákna auðlegð landsins og skipið merkir hvernig landið siglir í átt til bjartari framtíðar. Tréð táknar timburverslunina.