Skegg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Hýjungur vísar hingað, en það getur einnig átt við óþétt gras.
Skegg er er hár í andliti karla, og hýjungur (eða horlopi) er gisið og mjúkt skegg. Skeggvöxtur er karlmönnum eðlislegur, en konum getur einnig vaxið skegg við vissar aðstæður. Skeggstæði á karlmönnum nefnist einnig granstæði eða mumpur.
[breyta] Aðrar merkingar
Skegg getur einnig merkt:
- löng kjafthár á ketti eða öðru dýri
- hökutoppur á hafri
- hökuþráður á fiski
- hak fremst á lykli
- trjóna á skipi
- grastoppur
[breyta] Heimild
- Árni Böðvarsson. Íslenzk orðabók- handa skólum og almenningi. Bókaútgáfa Menningarsjóða, 1963.