Skaftáreldar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skaftáreldar eru eldgos sem hófst 8. júní 1783 í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í Skaftáreldum kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12-14 km² og flatarmál þess 580 km².
Gosinu fylgdi aska og eiturefni sem barst um landið. Mikil gosmóða, rík af brennisteinssamböndum, barst út í gufuhvolfið og varð hennar vart um allt norðurhvel jarðar. Veturinn á eftir var harður um alla Evrópu, en einkum þó á Íslandi, búfé féll og hungursneyð ríkti. Hörmungarnar sem fylgdu Skaftáreldum eru kallaðar Móðuharðindin eftir gosmóðunni. Þær stóðu yfir til ársins 1785 og kostuðu meira en 10.000 manns (rúmlega 20% þjóðarinnar) lífið.
Skaftáreldar höfðu mikil áhrif annars staðar en á Íslandi. Þeir ollu kólnun um hálft stig á norðurhveli í eitt ár eða svo.
[breyta] Heimildir
- Skaftáreldar 1783
- Vísindavefurinn: „Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?“
- Vísindavefurinn: „Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?“
- Vísindavefurinn: „Hvað gerist hér á landi og annars staðar ef eldgos hefjast á Yellowstone-svæðinu?“
- Þjóðskjalasafn: Skaftáreldar
- The Laki and Grimsvotn Eruptions of 1783-1785