Maðurinn með ljáinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maðurinn með ljáinn (stundum kallaður Dauðinn) er vofa í þjóðtrú og skáldsögum, sem sagt er að komi og sæki þann sem feigur er þegar hann deyr. Myndlistarmenn sýna dauðann yfirleitt sem beinagrind í svörtum kufl og með orf og ljá. Hallgrímur Pétursson, sálmaskáld kallaði hann sláttumanninn slynga.