Geimur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Geimur“
Geimur eða geimurinn er svæðið sem er fyrir utan lofthjúp jarðar nefnt í daglegu tali. Í geiminum finnast geimfyrirbæri, svo sem sólin, tunglið, aðrar reikistjörnur, fastastjörnur og fleiri stjarnfræðileg fyrirbrigði. Í þessum fyrirbrigðum er að finna mest allt efni, en á milli þeirra er efnislítið rúm sem samanstendur að mestu af vetni sem er algengasta efnið í alheiminum að talið er. Í geimnum er þó ekki tómarúm.
Mörk geimsins eru skilgreiningaratriði, þar sem lofthjúpur jarðar endar ekki snögglega, heldur þynnist smátt og smátt eftir því sem ofar dregur. Stofnunin Federation Aeronautique Internationale, sem skilgreinir staðla sem varða geiminn, miðar við 100 km hæð. Í Bandaríkjunum teljast þeir geimfarar sem ferðast í yfir 50 mílna hæð (um 80 km).