Spjall:Gdańsk
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Er ekki Flokkur:Borgir í Póllandi full enskulegt og er ekki Flokkur:Pólskar borgir ízlenskulegra? Spyr sá sem ekki veit. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:13, 5 sep 2004 (UTC)
- Mér finnst prívatogpersónulega hvorugt vera íslensku- eða enskulegra en hitt. Þetta er meira spurning um eins konar "sögulega rökfræði". Þessir staðir eru staddir innan Póllands þessa stundina en hafa sumir hverjir ekki alltaf verið það og ýmsir verið byggðir mismunandi útlendingum á mismunandi tímum. Sagnfræðingur getur haldið því fram með góðri samvisku, að sumar "pólskar borgir" séu eiginlega frekar "þýskar borgir" (eða jafnvel "tékkneskar" eða "austurrískar" eða bara allt í bland) og eins, að allt sé morandi af "pólskum borgum" í Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Litháen. Þetta má svo heimfæra upp á flest önnur lönd í Evrópu. Því betur sem maður les sér til um þessa hluti, þeim mun ruglaðri verður maður. Og sagnfræðingurinn verður á endanum laminn af öllum sem hlut eiga að máli.
- Flokkur:Borgir í Póllandi segir blákalt og hlutlaust HVAR borgirnar eru, án þess að taka afstöðu til þess HVERRA MANNA þær kunni að vera. Og er ekki hlutleysið æðsta boðorðið? --EinarBP 23:23, 5 sep 2004 (UTC)
- Jújú ég er sammála þessari útskýringu, betra að hafa þetta Borgir í Póllandi. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 08:11, 6 sep 2004 (UTC)