Trúarjátning múslima
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Trúarjátning íslam er kölluð á arabísku šahādatān (sem þýðir nánast „tvær erfðaskrár“) og telst ein af fimm stoðum íslams.
لا إله إلا الله ومحمد رسول الله
(á arabísku:) lā ilāhā illā-llāhu; muhammadur-rasūlu-llāhi
(á íslensku:) Það er enginn guð nema Guð; Múhameð er spámaður Guðs.
Til að gerast múslimi verður maður að hafa þessa setningu yfir (á arabísku) og trúa henni í vitna viðurvist. Það er ekki hægt að neyða neinn til að gerast múslimi, einungis sá sem virkilega óskar þess getur orðið það.
[breyta] Hugtökin nabi (spámaður) og rasul (sendiboði)
Oftast er Múhameð nefndur spámaður (prophet á ensku, profet á norrænu málunum), þó þetta sé rétt þýðing nær hún samt ekki hinni dýpri merkingu frumtextans. Í hugtakakerfi íslam er gerður greinarmunur á milli anbiyyā (fleirtala) og rusul:
- Nabi (fleirtala anbiyyā) er sá sem hefur fengið boð frá Guði og ber þau sem spámaður til fólks síns. Íslam telur þannig spámenn í þúsundatali. Þeir sem eru taldir meðal mestu anbiyyā eru t.d Abraham, Móses, Jesús og Nói.
- Rasul (fleirtala rusul eða mursalín) hefur fengið heilagan boðskap eða texta frá Guði, eða er beinlínis ‘Boðberi Guðs’. Hinn merkasti rasul í íslam og þar með sá merkasti af hinum fimm merkustu anbiyyā er Múhameð.
[breyta] Tengt efni
- «Shahadah, Confession of a Muslim» frá Islamic Society of Greater Kansas City)
- «How to become a Muslim» frá islamworld.net