Stafrófsröð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stafrófsröð er ákveðin röð bókstafa í gefnu stafrófi. Þegar raðað er í stafrófsröð er byrjað á því að raða eftir fyrsta staf orðanna, hugtakanna eða annars sem skal raða og svo koll af kolli. Stafrófsröð er meðal annars oftast notuð við niðurröðun í orðabækur, símaskrár, alfræðiorðabækur og fleira.
Stafrófsröð getur verið misjöfn á milli tungumála, í ensku er hún eftirfarandi:
Stafrófsröð í íslensku stafróf er etirfarandi:
Dæmi um nokkur orð í stafrófsröð:
- Amma
- Arabi
- Arabia
Ef talað er um að fólki eða hlutum sé raðað niður í stafrófsröð er þeim raðað niður eftir nöfnunum eða orðunum yfir viðkomandi manneskju eða hlut.
[breyta] Vísur um stafróf
Stafrófsvísa
- A, b, c, d, e, f, g;
- eftir kemur h, i, j, k,
- l, m, n, o, einnig p,
- ætla ég q þar standi hjá.
- R, s, t, u, v eru þar næst,
- x, y, z, þ, æ, ö.
- Allt stafrófið er svo læst
- í erindi þessi lítil tvö.
- (Gunnar Pálsson í Hjarðarholti)
Íslensk stafrófsvísa
- A, á, b, d, ð, e, é,
- f, g, h, i, í, j, k.
- L, m, n, o, ó og p
- eiga þar að standa hjá.
- R, s, t, u, ú, v næst,
- x, y, ý, svo þ, æ, ö.
- Íslenskt stafróf er hér læst
- í erindi þessi skrítin tvö.
- (Þórarinn Eldjárn)