Sjöstirnið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjöstirnið eða Sjöstjarnan er lausþyrping stjarna í um 300 til 400 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Nautinu. Sex til sjö stjörnur sjást með berum augum, en sú bjartasta nefnist Alcyone með birtustig 2,89. Alls eru um 300 stjörnur í Sjöstirninu en 50 þeirra sjást í handsjónauka. Sjöstirnið hefur kennið M45 í Messierskránni.