Súla (fugl)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Súla | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Súlupar
|
||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Morus bassanus | ||||||||||||||
Útbreiðsla súlu sýnd með rauðum lit
|
Súla (fræðiheiti: Morus bassanus og einnig Sula bassana) er sjófugl sem heldur sig úti á rúmsjó nema yfir varptímann í apríl og maí þegar hún sækir í klettaeyjar í Norður-Atlantshafinu til að verpa. Hún er stærsti sjófugl Evrópu með vænghaf milli 170 til 180 cm og fuglin sjálfur um 90 til 100 cm langur. Fræðinafn sitt dregur hún af eyjunni Bass Rock við Firth of Forth í Skotlandi.
Um 2/3 hlutar heildarstofnsins halda til umhverfis Bretlandseyjar. Stærsta súluvarp í heimi er Bonaventure-eyju við Kanada en þar verpa um 60.000 pör, en stærstu vörp í Evrópu eru á eyjunum Bass Rock og St. Kilda báðar Skotland, þriðja stærsta súluvarpið í heimi er talið vera í Eldey undan Reykjanesi, en þar verpa um 16.000 pör árlega. Á Íslandi verpir súlan einungis á fáeinum stöðum, fyrir utan Eldey, í Súlnaskeri í Vestmanneyjum, á Langanesi, Melrakkasléttu og á eyjunni Skrúði í Fáskrúðsfirði. Talið er að heildarstofninn við Ísland sé milli 20.000 til 25.000 fuglar.
Súlur eru einkvænisfuglar og trygglyndar við varpsetur. Súlur geta orðið nokkuð gamlar og eru taldar verpa 12 sinum að meðaltali. Parið heilsast með þanda vængi bringu við bringu og strjúka saman nefjum. Ungfuglar eru dökkbrúnir fyrsta árið en lýsast með ári hverju þar til þeir verða kynþroska við fimm ára aldur.
Veiðiaðferð súlunar er kallað súlukast. Þær steypa sér hátt úr lofti, úr 10 til 40 metra hæð og lóðrétt niður ef að fiskurinn er djúpt í sjó. Loftsekkir framan á fuglinum verkar sem púðar og í kastinu mynda beinagrind og vöðvar spjótlaga líkamsform.
[breyta] Heimildir
Fuglar í náttúru Ísland, höfundur Guðmundur Páll Ólafsson, Mál og menning, 2006. ISBN 9979-32650-6