Percy Sledge
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Percy Sledge (fæddur 25. nóvember 1941 í Leighton í Alabama) er bandarískur sálar- og R&B-söngvari. Fyrsta lag hans var When a Man Loves a Woman sem var tekið upp árið 1966. Lagið fór á toppinn í Bandaríkjunum og platan varð fyrsta gullplatan sem Atlantic Records gaf út. Lagið komst síðan aftur á vinsældalista á 9. áratugnum eftir að það var notað í Levi's auglýsingu.